Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á námsbrautum EHÍ

Miðvikudaginn 6. maí klukkan 16:00 stendur Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir kynningu á námsbrautum sem boðið verður upp á í fjarnámi næsta haust. Kynningin verður í fjarfundi í húsnæði Fræðslumiðstöðvarinnar, að Suðurgötu 12, Ísafirði og eru allir velkomnir. Þær námsbrautir sem kynntar verða eru:

Leiðsögunám á háskólastigi
Tveggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi með staðbundnum lotum.
Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn.
60 eininga (ECTS) nám sem er metið til eininga í nám í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ svo og við hugvísindadeild HÍ og viðurkennt sem aukagrein til BA/BS prófs. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, starfsreynsla er að auki metin.
Nánari upplýsingar og skráning

Rekstrar- og viðskiptanám
Tveggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi.
Námið hentar þeim sem vilja öðlast þekkingu í rekstrar- og viðskiptafræðum. Námið er enn fremur fyrir þá sem þegar hafa háskólagráðu, BA eða BS, en hyggja á MS-nám í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
48 eininga (ECTS) nám sem er metið að fullu í viðskiptafræðideild HÍ. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, starfsreynsla er að auki metin.
Nánari upplýsingar og skráning

Mannauðsstjórnun
Þriggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi.
Námið er annars vegar ætlað þeim sem sinna starfsmannamálum hjá fyrirtækjum og stofnunum og vilja dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu og hins vegar þeim sem vilja búa sig undir starf á nýjum vettvangi.
36 eininga (ECTS) nám sem er metið inn í viðskiptafræðideild HÍ. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, starfsreynsla er að auki metin.
Nánari upplýsingar og skráning

Málefni innflytjenda - nám á meistarastigi
Tveggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi með staðbundnum lotum.
Námið mun gagnast einstaklingum sem vinna með innflytjendum í sínum daglegu störfum víða í samfélaginu, sem og þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja búa sig undir störf á nýjum vettvangi.
45 eininga (ECTS) nám sem er metið til eininga í meistaranám í lýðheilsuvísindum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi á grunnstigi háskóla eða sambærilegu námi.
Nánari upplýsingar og skráning

Seinni umsóknarfrestur til 11. maí

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun.is og í síma 525 4444.
Deila