Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynningarfund um svæðisleiðsögunám

Kynning á svæðisleiðsögunámi verður haldin miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00. Kynningin verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 á Ísafirði, Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði, Grunnskólanum á Reykhólum og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skeifunni 8 í Reykjavík og verða staðirnir tengdir saman með fjarfundabúnaði.

Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins, kennslulotur og ýmis atriði sem gott er að vita áður en lagt er af stað. Á fundinum verða væntanlegir þátttakendur sem ætla að taka annað mál en íslensku beðnir að skrá sig í inntökupróf. Prófin verða haldin 2. og 4. febrúar fyrir þá sem búa á norðanverðum Vestfjörðum, en 26. febrúar fyrir þá sem búa annars staðar.

Enn er hægt að skrá sig í námið. Allir áhugasamir eru því hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málið.
Deila