Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Leðurtöskunámskeið

Leðurtöskunámskeiðinu sem átti að vera 10. nóvember, var frestað vegna veðurs til 24. nóvember. Því er enn tækifæri til að skrá sig á þetta frábæra námskeið.

Hér er endurnýting í hávegum höfð. Á námskeiðinu er kennt að sauma tösku úr leðri, annað hvort úr gömlum flíkum, s.s. leðurbuxum eða jökkum eða saumað úr nýju leðri.

Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar og hafa meðferðis gamlar leðurflíkur ef þeir ætla að nýta slíkt við töskugerðina. Kennari útvegar allt annað efni sem þarf til viðbótar, s.s. nýtt leður, roð, fóður, lím, rennilása, tvinna, smellur, kósa og fl. Allt selt á kostnaðarverði.
Deila