Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Listir og matreiðsla

Undanfarnar vikur hefur Fræðslumiðstöðin í samvinnu við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og Fjölmennt ? fullorðinsfræðslu fatlaðra, staðið fyrir tveimur námskeiðum, matreiðslu og listsköpun. Ekki er annað að heyra en þátttakendur hafi verið hæst ánægðir með afraksturinn og eru strax farnir að spyrja um framhald.

Elín Ólafsdóttir sá um námskeið um matreiðslu og heimilisstörf. Þátttakendur æfðu sig að matreiða eftir uppskrifum og framreiddu marga girnilega rétti. Í síðasta tímanum var slegið upp veislu og jólamatur á borðum, hangikjöt með uppstúf og tilheyrandi og ris al la mande í eftirrétt.

Sigríður Magnúsdóttir var með námskeið í listsköpn þar sem jólin voru aðalþemað. Fólk útbjó alls kyns fallega og jólalega muni sem örugglega munu skreyta heimili þeirra um hátíðarnar ef þeir rata ekki í einhverja jólapakka.

Það er mjög ánægjulegt að Fræðslumiðstöðin skuli geta boðið upp á námskeið fyrir fatlaða því miðstöðin vill þjóna sem breiðustum hópi og reyna eftir fremsta megni að hafa eitthvað fyrir alla. Framhald verður á þessu starfi á nýju ári, þá verður boðið upp á dans og einhver fleiri námskeið en endanleg dagkrá liggur ekki fyrir.
image
Hangikjöt og jafningur - það gerist ekki mikið betra.

image
Liður í námskeiðinu er að æfa heimilisstörf og var fólk ekki í vandræðum með uppvaskið.
Deila