Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Litlu jól íslenskunema

Í haust hafa hátt í 70 manns á norðanverðum Vestfjörðum stundað nám í íslensku hjá Fræðslumiðstöðinni. Kennt var á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og í Bolungarvík.

Til þess að halda upp á námskeiðslokin komu íslenskunemarnir ásamt kennurum saman í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði fimmtudaginn 11. desember s.l. og gerðu sér glaðan dag.

Boðið var upp á íslenskan jólamat, hangikjöt og laufabrauð, malt og appelsín og að sjálfsögðu konfekt á eftir. Sungin voru jólalög en söngur hefur einmitt verið liður í framburðarkennslu í íslenskunáminu. Að lokum var skiptst á pökkum og allir fóru heim í sannkölluðu jólaskapi.

image image
Deila