Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Margir vildi fræðast um sálrænan stuðning

Laugardaginn 24. október s.l. stóð Rauði krossinn í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir námskeiði á Ísafirði um sálrænan stuðning. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þær Auður Ólafsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir.

Námskeiðið þótti takast vel í alla staði. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum, en alls voru 28 manns sem sóttu námskeiðið. Ekki var annað að heyra á þátttakendum en þeir færu ánægðir heim að námskeiði loknu og margs vísari um sálrænan stuðning.

Það kom vel í ljós að töluverður áhugi er á þessu efni og eru Rauði krossinn og Fræðslumiðstöðin með í skoðun að bjóða upp á annað svona námskeið á vormisseri.
Deila