Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Margir vildu vita hvað vex fyrir vestan

Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu Hvað vex fyrir vestan? sem Fræðslumiðstöðin stóð fyrir miðvikudaginn 4. mars sl. Alls voru 37 þátttakendur á Ísafirði og 8 á Hólmavík sem tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Á námskeiðinu fjallaði Ásthildur Cecil Þórðardóttir garðyrkjufræðingur um þann jarðargróður sem hægt er að rækta á Vestfjörðum til manneldis og hvað vex villt í náttúrunni. Námskeiðið var styrkt af Vinnumarkaðsráði Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Deila