Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Menningararfurinn - Rótað í framtíðinni (með menningararfinn á bakinu)

Næsti fyrirlestur um menningararfinn verður fimmtudaginn 17. mars nk. Þá mun Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða fjalla um hvernig þjóðmenning og saga hefur með fjölbreyttum hætti verið nýtt við atvinnusköpun á Vestfjörðum. Um leið verður skoðað hvaða áhrif slík notkun á menningararfi svæðisins hefur á ímynd þess út á við og sjálfsmynd íbúanna. Skyggnst verður inn í framtíðina og rætt um möguleika á fjölgun skapandi starfa og frekari uppbyggingu á þessu sviði.

Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og reikna má með að hann taki um eina klukkustund. Fyrirlesturinn verður í gegnum fjarfundabúnað frá Hólmavík og sendur til Ísafjarðar og Patreksfjarðar.

Fyrirlesturinn er í röð erinda undir heitinu Menningararfurinn, sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum og Minjavörð Vestfjarða.
Deila