Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Náms- og starfsráðgjöf og kynningarundur um raunfærnimat

Björn E. Hafberg náms- og starfsráðgjafi verður á ferð um Vestfirði 15. til 20. ágúst n.k. Hann verður á Patreksfirði mánudaginn 15. ágúst og færir sig norðar eftir því sem líður á vikuna. Á föstudag og laugardag verður hann á norðursvæðinu.

Fimmtudagskvöldið 18. ágúst, verður Björn með kynningarfund á raunfærnimati hjá Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. Fundurinn hefst kl. 20.

Náms- og starfsráðgjafi getur veitt upplýsingar um nám og störf, lagt fyrir áhugasviðsgreiningar, aðstoðað við ferilsskrár o.fl. Fólk er hvatt til að nýta sér þjónustu hans og panta viðtalstíma hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 eða með tölvupósti á smari@frmst.is

Þá er sérstaklega vakin athygli á kynningarfundinum um raunfærnimatið. Raunfærnimat á bæði við fólk sem starfar í iðngreinum án þess að hafa lokið sveinsprófi og við ýmis önnur störf. Í raunfærnimati í iðngreinum er þekking og færni sem fólk hefur aflað sér úti á vinnumarkaðinum metin á móti áföngum í iðnnámi. Í nokkrum störfum, sem ekki eru löggiltar iðngreinar, hefur einnig verið þróað raunfærnimat. Komið og skoðið möguleikana.
Deila