Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið á Patreksfirði í maí.

Á Patreksfirði verða ansi mörg námskeið í boði í maímánuði. Fyrst má telja torf- og grjóthleðslunámskeið sem Landbúnaðardeild Háskóla Íslands heldur og Fræðslumiðstöðin er þar innan handar. Þann 7. maí verður svo mat- og kryddjurtanámskeið þar sem Auður Ottesen mun deila hluta af sinni vitneskju um matjurtir og kryddjurtir ásamt því að stikla á stóru um garðrækt við sjávarsíðuna. 11. maí mun Rannveig Haraldsdóttir fræða þá sem hafa áhuga um tínslu og frágang jurta og einnig kynnir hún helstu te og lækningjurtir úr umhverfinu. Þann 14. maí verða tvö námskeið í boði; sykurmassanámskeið og sushigerðarnámskeið. Ágætis skráning er á þau námskeið en enn er pláss fyrir einn á sykurmassanámskeiði og nokkra á sushinámskeiðið. Að lokum má nefna 5Rytma® dans sem verður haldið þann 21. maí og þar geta þátttakendur lært að dansa sig inn í betri líðan, minni spennu og meira frelsi. 5Rytma® dans er hreyfing sem losar um, hreyfir við og styrkir líkamann og manneskjuna.
Deila