Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið frá Endurmenntun Háskóla Íslands

Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni, hefur unnið að samkomulagi við Endurmenntun Háskóla Íslands um framkvæmd námskeiða frá EHÍ.
Markmið með samningi þessum verður að efla endur- og símenntun á landsbyggðinni og stuðla að aukinni samvinnu samningsaðila m.a. með því að auðvelda íbúum á landsbyggðinni aðgengi að námi hjá EHÍ og halda úti virkri upplýsingaveitu um nám sem í boði er hjá EHÍ hverju sinni.

Í samræmi við þetta eru nú auglýst eftirtalin námskeið frá EHÍ sem boðin eru í fjarkennslu.

Einstaklingsmiðuð öldrunarþjónusta
Í samstarfi við Öldrunarfræðafélag Íslands.
Einkum ætlað fagfólki á sviði öldrunar og stjórnendum í öldrunarþjónustu en námstefnan er öllum opin.
Haldið fim. 13. nóv. kl. 9:00 -16:00.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Heilbrigdisogfelagssvid/Nanarumnamskeidid/202H08


Mannauðs- og breytingastjórnun í grunnskólum - námskeið aðeins í fjarfundi
Ætlað stjórnendum grunnskólanna. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, verkefna og æfinga.
Haldið þri. 23. sept. og mið. 24. sept. kl. 8:30-12:30.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Uppeldisogkennslusvid/Nanarumnamskeidid/175H08


Ráð við reiði - vinnustofa fyrir leik- og grunnskólakennara: aðeins í fjarfundi
Í samstarfi við geðsvið Landspítalans.
Ákveðið hefur verið að endurtaka námskeiðið Ráð við reiði vegna mikilla vinsælda. Námskeiðið er nú lengra og í formi vinnustofu.
Haldið fim. 16. okt. kl. 9:00-16:00.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Uppeldisogkennslusvid/Nanarumnamskeidid/177H08


Mansal
Í samstarfi við íslenska samstarfshópinn Nordic-Baltic pilot project (support, protection, safe return and rehabilitation of women victims of trafficking for sexual exploitation).
Haldið fim. 25. sept. kl. 9:00-17:00.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Heilbrigdisogfelagssvid/Nanarumnamskeidid/206H08




Sérnámskeið fyrir ríkisstarfsmenn:

Gerð lagafrumvarpa og reglugerða
Í samvinnu við fjármálaráðuneytið.
Ætlað starfsfólki sem annast gerð lagafrumvarpa, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla.
Haldið mið. 24. sept. kl. 9:30-12:30.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Sernamskeidfyrirrikisstarfsmenn/Nanarumnamskeid/221H08

Fjármál ríkisstofnana
Í samstarfi við fjármálaráðuneytið.
Ætlað forstöðumönnum, fjármálastjórum og starfsfólki fjármáladeilda.
Haldið mið. 1. okt. kl. 9:00-12:00 og fim. 2. okt. kl. 12:30-16:30.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Sernamskeidfyrirrikisstarfsmenn/Nanarumnamskeid/222H08


Val á verkefnum til útvistunar
Í samstarfi við fjármálaráðuneytið.
Ætlað forstöðumönnum, rekstrarstjórum og fjármálastjórum ríkisstofnana og ráðuneyta
Haldið fim. 16. okt. kl. 12:30-16:30.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Sernamskeidfyrirrikisstarfsmenn/Nanarumnamskeid/223H08


Rafræn stjórnsýsla
Í samstarfi við fjármálaráðuneytið.
Ætlað öllum opinberum starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga.
Haldið fim. 23. okt. kl. 8:30-12:30.
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Sernamskeidfyrirrikisstarfsmenn/Nanarumnamskeid/224H08




Nám samhliða starfi í fjarnámi - kennt í ?emission?:

Rekstrar- og viðskiptanám
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namsamhlidastarfi/Nanarumnamid/1500H08


Leiðsögunám á háskólastigi
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namsamhlidastarfi/Nanarumnamid/2700H08


Mannauðsstjórnun
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namsamhlidastarfi/Nanarumnamid/2500H08


Nám í verðbréfaviðskiptum
http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Namiverdbrefavidskiptum/
Deila