Námskeið í boða stéttarfélaga
Í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða stéttarfélögin Sameyki, Kjölur, Verkalýðsfélag Vestfjarða og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur sínu félagsfólki að sækja valin námskeið hjá miðstöðinni sér að kostnaðarlausu.
Í boði eru fjölbreytt námskeið sem nýtast bæði í starfi og daglegu lífi. Má þar til dæmis nefna námskeið um fjármál, hagsýni í heimilshaldi, gervigreind, uppeldi og skyndihjálp. Námskeiðin eru ýmist fjarkennd eða staðkennd.
Nánari upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru má finna undir flipanum Nám – Stéttarfélög. Skráning fer fram hér á síðunni, en einnig er hægt að hafa samband við Fræðslumiðstöðina í síma 456 5025 eða með tölvupósti frmst@frmst.is. Við skráningu er mikilvægt að taka fram hvaða stéttarfélagi fólk tilheyrir.
Fræðslumiðstöðin hvetur félagsfólk eindregið til að nýta sér þetta góða boð stéttarfélaganna – frábært tækifæri til að efla færni, auka sjálfstraust og styrkja sig í starfi.
Að sjálfsögðu eru öll námskeiðin opin öðrum. Fræðslumiðstöðin hvetur því alla til að kynna sér möguleika á endurgreiðslu þátttökugjalda hjá sínu stéttarfélagi.