Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið um stefnumótun

Stefnumótun er sú grein stjórnunarfræða sem lýtur að því að stýra öllum þáttum rekstrar að sama marki og þar með að virkja skipuheildina alla í þágu samræmdra markmiða. Afurð stefnumótunnar ætti ekki einasta að vera skýr hugmynd um það hvert reksturinn sé á leiðinni heldur einnig vegvísir um hvernig þangað skuli farið. Dæmin sanna að stefnumótun getur gagnast skipuheildum af öllum stærðum og gerðum og hafa stofnanir, fyrirtæki og félagsamtök um árabil nýtt sér aðferaðfræði af þessum toga með góðum árangri.

Fimmtudaginn 21. janúar kl. 13:00-17:00 og föstudaginn 22. janúar kl. 8:30-15:30 verður haldið námskeið um stefnumótun hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Með samtvinnun fyrirlestra og verkefnavinnu verða þátttakendum færð verkfæri stefnumótunar og þeim gefinn kostur á að nýta þau undir handleiðslu kennara. Markmiðið er að hver og einn öðlist færni til að stýra og/eða taka þátt í stefnumótunarferli á árangursríkan hátt.

Kennari á námskeiðinu er Haraldur Flosi Tryggvason lögfræðingur og MBA (Cand.Jur ? M.Jur ? MBA). Hann hefur um árabil lagt stund á ráðgjafar- og stjórnunarstörf, auk þess að sinna kennslu í stefnumótunarfræðum við HÍ til að mynda í MPM námi verkfræðideildar. Þá hefur hann tekist á við námskeiðahald þessu líku til margra ára.

Verð fyrir námskeiðið er 29.000 kr. og er lágmarksfjöldi 12 þátttakendur.
Deila