Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiði um holla lífshætti lokið

Í síðustu viku lauk námskeiðinu Útlit - heilsa - líkamsfræði sem Fræðslumiðstöðin stóð fyrir í samstarfi við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og Fjölmennt ? fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Á námskeiðinu fræddu þau Árni Heiðar Ívarsson íþróttakennari og Sigríður Ragna Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur þátttakendur um mikilvægi heilbrigðis og hollra lífshátta. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru hreyfing og mataræði og hvernig þessir þættir hafa áhrif á líðan og heilsu. Einnig var fjallað um starfsemi líkamans.

Námskeiðið var tvískipt, annars vegar konur frá starfsendurhæfingunni Vesturafli sem luku tíu kennslustunda námskeiði og hins vegar þátttakendur með minni getu sem komu í eitt skipti.

image

Námskeiðið endaði að sjálfsögðu á því að þátttakendur gæddu sér á hollu nasli. Hluti þátttakenda frá Vesturafli ásamt Árna Heiðari kennara.

image

Seinni hópurinn ásamt aðstoðarfólki og kennara.
Deila