Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiðið Matarkistan

Í haust mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða fara af stað með opna smiðju sem kallast „Matarkistan Vestfirðir”. Hún mun vera í formi námskeiða sem miða að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina. Markmið smiðjunnar er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt vöruframleiðslu. 

Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Vestfjarða. Megintilgangur með námi í smiðju er að þátttakendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform. Námið byggir á námskránni Opin smiðja sem var þróunarverkefni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2010. Námið er 160 klukkustunda langt, þar af eru 80 klukkustundir verkefnavinna án leiðbeinanda. Mögulegt er að meta námið til 8 eininga á framhaldsskólastigi. Stefnt er að því að námið hefjist í október 2019. Fræðslumiðstöð kannar því nú áhuga fólks á smiðjunni og hvetur sem flesta til þess að hafa samband á netfangið frmst@frmst.is

Deila