Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiðið Skipulögð kennsla hefst kl 12.30

Vegna þess að ekki var flogið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í dag, hefst námskeiðið Skipulögð kennsla ekki fyrr en klukkan 12.30 á morgun, miðvikudag 23. janúar. Námskeiðið átti annars að hefjast klukkan 09. Það verður kennt hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði.

Námskeið er kennt af Ráðgjafar og greiningarstöð ríkisins og sjá þær Áslaug Melax, Sigrún Hjartardóttir og og Svanhildur Svavarsdóttir um kennsluna. Þær eru allar sérkennarar með framhaldsnám í fræðunum.

Mámskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH kerfisins. Það er ætlað þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði um einhverfu, og eru aðstandendur eða starfa með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum og á sambýlum, eða hvar sem einstaklingar með einhverfu búa og starfa.
Deila