Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námslok á Þingeyri

Þrjúhundruð kennslustunda námi, samkvæmt einni af námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins lauk á Þingeyri mánudaginn 1. mars s.l. Námið hófst í janúar 2009. Sex konur luku öllu náminu, en nokkuð fleiri tóku einstaka námsþætti. Áður höfðu þær 6 sem voru útskrifaðar lokið öðru 300 kennslustunda námi, sem einnig var á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjaðra. Það nám hófst vorið 2008. Þær voru því núna að ljúka 600 kennslustunda námi. Allt þetta nám er heimilt að meta á móti námi við framhaldsskóla.

Um kennsluna sáu að mestu leyti þau Björn Hafberg, Jónína Hrönn Símonardóttir, Rakel Brynjólfsdóttir og Sonja Thompson. Fengu þau öll mikið lof fyrir kennsluna.

Nemendurnir sem hafa lagt á sig að mæta í kennslutíma tvisvar eða þrisvar í viku í rúm 2 ár, auk heimanáms, eiga þó mest hrós skilið.

Meðfylgjandi mynd er af nemendum ásamt forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Á myndinni eru þær 6 sem luku öllu náminu, auk eins þeirra sem tók einstaka námsþætti.

image
Deila