Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Náttúran ? fuglarannsóknir á Vestfjörðum

Næsti fyrirlestur um náttúruna sem átti að vera fimmtudaginn 16. febrúar frestast um viku af óviðráðanlegum orsökum og verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17.

Nú í vetur hafa Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Náttúrstofa Vestfjarða og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum staðið saman að röð fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Venjan hefur verið að hafa fyrirlestur þriðja fimmtudag í mánuði en af óviðráðanlegum orsökum frestast febrúar fyrirlesturinn um viku. Hann verður því haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17:00. Til umfjöllunar að þessu sinni verða fuglarannsóknir á Vestfjörðum og er það Böðvar Þórisson líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða sem gerir grein fyrir því efni.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir, verð eru 1.000 kr.
Tjaldur
Deila