Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Niðurstöður raunfærnimats

Mánudaginn 15. júní 2009 voru 14 þátttakendum í raunfærnimati á norðanverðum Vestfjörðum afhentar niðurstöður matsins. Hafði fólkið gengið undir raunfærnimatið hjá Iðunni ? fræðslusetri í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólann á Ísafirði.

Raunfærnimatið er tilraunverkefni, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífisins. Iðunni ? fræðslusetri og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins hafa annast matið. Raunfærnimatið nær til fólks sem hefur hafið nám í iðngrein og starfar við greinina án þess að hafa lokið sveinsprófi.

Ætli fólkið að ljúka iðnnámi fær það með raunfærnimatinu kunnáttu og færni sína metna á móti einingum í iðnnáminu.

Alls ganga 18 einstaklingar undir raunfærnimatið á norðanverðum Vestfjörðum að þessu sinni. Í vor luku matinu þátttakendur úr húsasmíði, pípulögnum, vélvirkjun, blikksmíði og hársnyrtiiðn. Þátttakendur í bíliðngreinum og múrverki munu gangast undir raunfærnimat í haust.

Allir þátttakendur stefna að því að ljúka iðnnámi í framhaldi raunfærnimatsins. Faggreinar munu húsasmíðanemar og vélvirkjar taka við Menntaskólann á Ísafirði, en aðrir verða að leita burt af svæðinu til að lúka faggreinunum. Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun bjóða nám í almennum bóklegum greinum næsta haust. Þetta eru danska, enska, íslenska og stærðfæði. Kennt verður seinnipart dags og á laugardögum.

Þessar greinar eru einnig opnar fyrir aðra en þátttakendur í raunfærnimatinu.

Eftir að hafa lokið bóknámi þurfa allir iðnnemar að gangast undir sveinspróf í sinni grein til að fá iðnréttindi.

Meðfylgjandi mynd er af hluta þátttakenda við afhendingu niðurstaðna raunfærnimatsins.
´Hluti hópsins sem fékk niðurstöður úr raunfærnimatinu
Deila