Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Níu ljúka vélgæslunámskeiði

Dagana 15.-22. júní var haldið námskeið í vélgæslu og fór kennsla fram í samkomuhúsinu í Króksfjarðarnesi. Þátttakendur voru níu talsins og komu úr Reykhólahreppi, Hólmavík og Búðardal. Námskeiðið er 85 kennslustundir og er fjallað um vélina, vélbúnaðinn og rafmagnsfræði. Allir luku námskeiðinu með miklum sóma.

Kennari á námskeiðinu var Guðmundur Einarsson, en Fræðslumiðstöðin hefur átt farsælt samstarf við hann alveg frá stofnun miðstöðvarinnar. Með þessu námskeiði lauk námskeiðahaldi á skólaárinu 2011-2012. Þess má geta að Guðmundur kenndi þrjú námskeið í samstarfi við Fræðslumiðstöðina á þessu skólaári, í byrjun október var haldið námskeið á Patreksfirði, í apríl var kennt á Ísafirði og nú síðast í Króksfjarðarnesi í júní.

Ganga má út frá því að á komandi vetri verði boðið upp á vélgæslu á Ísafirði og fleiri stöðum ef áhugi reynist fyrir hendi.

Þátttakendur í vélgæslunámskeiðið í Króksfjarðarnesi, júní 2012
Deila