Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýtt ár - ný tækifæri

Fimmtudaginn 9. janúar kl. 18:00 verður kynning hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á því lengra námi sem boðið verður upp á nú á vorönn. Farið verður stuttlega yfir hverja námsleið fyrir sig, fyrirkomulag og áherslur, en síðan gefst fólki kostur á að ræða nánar við umsjónarmenn þess náms sem það hefur sérstakan áhuga á.

Lengra nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á vorönn 2014 er: Smáskipanám, Svæðisleiðsögunám, Viðbótarnám í vélstjórn, Vélgæsla, Skrifstofuskólinn, Grunnmenntaskóli, Grunnnám skólaliða, Suðumaðurinn, Menntastoðir (seinni hluti) og Landnemaskóli (seinni hluti).

Kynningin fer fram í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði.

Rétt er að ítreka að eins og alltaf verður líka í boði margskonar styttri námskeið og eru þau auglýst með blöðungum sem dreift er í hús og vef Fræðslumiðstöðvarinnar eftir því sem þau koma á dagskrá. Sjá nánar undir Námskeið

Deila