Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat

Eins og fram hefur komið í fréttum frá okkur að undanförnu hefur staðið yfir undirbúningur að raunfærnimati fyrir fólk sem ekki hefur lokið prófum í iðngreinum en hefur að baki umtalsverða starfsreynslu. Mánudaginn 4. maí var fyrsta raunfærnimatið framkvæmt hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þá gengu 4 undir mat í húsasmíði. Þetta var lokaþáttur hjá þessum aðilum í verkefni sem staðið hefur yfir frá áramótum. Markmið verkefnisins er að meta raunfærni fólks, eða það sem fólk kann, á móti áföngum í skólakerfinu, þannig að fólk þurfi ekki að sitja í skóla til að læra það sem það þegar kann. Auk húsasmíði mun fólk gangast undir raunfærnimat í 10 öðrum iðngreinum. Næst verður metið fólk í hárgreiðslu. Raunfærnimatið er framkvæmt af Iðunni ? fræðslusetri og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og samstarfsaðilar eru Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólinn á Ísafirði. Meðfylgjandi mynd er tekin við raunfærnimatið á Ísafirði þar sem þátttakendur fylla út ýmsa gátlista.

Deila