Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sápugerð

11. mars 2013


Sunnudaginn 17. mars n.k. er fyrirhugað námskeið í sápugerð.

Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd en fleiri nefndar. Farið er yfir nokkrar glærur og að því loknu er sýnikennsla þar sem búin verður til sápa sem þátttakendur taka með sér heim að námskeiðinu loknu.

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta búið til sápur eftir eigin uppskriftum.

Kennari á námskeiðinu er Ólafur Árni Halldórsson. Hann rekur sitt eigið sápugerðarfyrirtæki - Sápan og hefur haldið fjölmörg námskeið í sápugerð, meðal annars hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

image
Dæmi um sápu sem Ólafur framleiðir.
Deila