Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Síminn minn - námskeið á Bíldudal

1 af 2

Í byrjun janúar hélt Fræðslumiðstöð Vestfjarða hagnýtt námskeið á Bíldudal fyrir eldra fólk sem vill verða öruggara í notkun snjallsíma sinna. Markmið námskeiðsins var að styðja þátttakendur í daglegri notkun snjallsíma og auka stafrænt öryggi og sjálfstæði.

Á námskeiðinu var farið yfir grunnstillingar síma, aðgengismál og nytsamlegar flýtileiðir. Þátttakendur kynntust gagnlegum öppum, samskiptalausnum og því hvernig senda má og taka á móti myndum. Sérstök áhersla var lögð á netöryggi, svikavarnir og örugga netnotkun. Að auki var boðið upp á kynningu á ChatGPT og gervigreind, með áherslu á einfalda og hagnýta notkun slíkra verkfæra.

Kennari á námskeiðinu var Birna Hannesdóttir og gáfu þátttakendur námskeiðinu mjög jákvæða umsögn. Sambærilegt námskeið er nú auglýst á Ísafirði þar sem leiðbeinandi er Ármann Haraldsson og má finna skráningarupplýsingar hér.

Deila