Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sjúkraliðar á námskeiði

Föstudaginn 6. maí s.l., sátu sjúkraliðar á námskeiði um Líknandi meðferð.
Námskeiðið var haldið í samvinnu við símenntunarstöðina Framvegis og með styrk frá Minningarsjóði Margrétar Leósdóttur.
Kennarar voru þær Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í líknandi hjúkrunarmeðferð á Landspítalanum og Elísabet Pétursdóttir, sjúkraliði á líknardeild Landspítalans Kópavogi.

Markmið námskeiðsins var að þátttakendur kynnist hugmyndafræði líknarmeðferðar og fyrir hvað sú meðferð stendur, skoði hvernig líknarmeðferð er veitt á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu, þekki helstu þarfir sjúklinga og aðstandenda, þekki algeng einkenni og meðferð einkenna hjá sjúklingum í líknarmeðferð, skoði eigin samskiptamáta og eigin líðan í starfi.

Á námskeiðinu var fjallað um líknarmeðferð og umönnun við lok lífs. Farið var í þá heildrænu nálgun sem líknarmeðferð gengur út á og rætt um mikilvægar þarfir sjúklinga og aðstandenda. Fjallað var um algeng einkenni og meðferð þeirra hjá sjúklingum í líknarmeðferð. Rættum samskipti, siðfræði og líðan í starfi. Starf sjúkraliða á líknardeild kynnt.

Þrátt fyrir alvarleg umfjöllunarefni voru þátttakendur hinir hressustu í vorblíðunni á Ísafirði.

Meðfylgjandi mynd er af þátttakendum og kennurum.image
Deila