Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skartgripir á Þingeyri

Sunnudaginn 30. október n.k. verður haldið námskeið á Þingeyri í skartgripasmíði. Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir við smíði á skartgripum hvort sem er hringum, hálsfestum, eyrnalokkum, armböndum eða nælum. Þátttakendur koma til með að smíða einn skartgrip eftir eigin hönnun og gott væri að hver og einn kæmi með hugmyndir/teikningar að skartgrip með sér. Einnig verða kenndar ísetningar á steinum. Unnið verður með silfur og endurunnið silfur.

Námskeiðið verður haldið í smíðastofu grunnskólans. Kennari er Anna Dóra Ágústsdóttir smíðakennari. Fyrir tveimur vikum var svipað námskeið haldið á Ísafirði og þótti það takast mjög vel í alla staði.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða www.frmst.is og í síma 456 5025.
Deila