Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skemmtilegt námskeið fyrir jólin

Á Patreksfirði verður námskeiðið Sælkeragjafir og að leggja á borð þriðjudaginn 2. desember kl. 18.00. Námskeiðið verður haldið í Sjóræningjahúsinu og kennari er Auður Ögn Árnadóttir. Hún mun sýna hvernig hægt er að útbúa sælkeragjafir í eldhúsinu heima og kemur með tilbúin dæmi, gjafakörfur og -kassar í ýmsum útfærslum ásamt frábærum hugmyndum um innpökkun og skreytingu. Einnig verður gagnleg sýnikennsla þar sem farið er yfir hvernig leggja eigi á borð eftir kúnstarinnar reglum. Mestur tími fer þó í borðskreytingar og einfaldar blómaskreytingar sem ættu að vera á allra færi. Sniðugt að notfæra sér þetta námskeið núna fyrir jólin og fá hugmyndir að ódýrum en fallegum jólagjöfum og hvernig hægt er að skreyta jólaborðið á skemmtilegan hátt.


Deila