Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skráningar á námskeið á vormisseri

Dagskrá vormisseris hjá Fræðslumiðstöðinni er smám saman að taka á sig mynd og er byrjað að taka við skráningum á þau námskeið sem búið er að dagsetja.

Það fyrsta sem fer af stað á nýju ári er Nám og þjálfum í bóklegum greinum sem kennt verður á Hólmavík og hefst það þriðjudaginn 6. janúar.

Búið er að dagsetja nokkur tungumálanámskeið sem hefjast í janúar.

Íslenskukennsla á norðanverðum Vestfjörðum hefst mánudaginn 12. janúar og fimmtudaginn 15. janúar Patreksfirði og Bíldudal.

Á Ísafirði verður boðið upp á Ítölsku II, framhalda af byrjendanámskeiði í ítölsku sem haldið var í haust og þótti takast vel. Það hefst miðvikudaginn 14. janúar.

Pólska fyrir byrjendur hefst þriðjudaginn 20. janúar, Enska II, námskeið ætlað fólki með einhver grunn í málinu hefst fimmtudaginn 22. janúar og Enska I sem er ætlað fólki með mjög litla enskukunnáttu hefst mánudaginn 26. janúar.

Í lok janúar er gert ráð fyrir bókhaldsnámskeiði.

Öll eru þessi námskeið auglýst með fyrirvara um að næg þátttaka fáist og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig sem fyrst.