Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skyndihjálp fjarri byggð

Fjölmargir dvelja eða ferðast fjarri byggð í sumarfríum, í sumarbústöðum, tjaldvögnum, í gönguferðum o.s.frv. Ekki er alltaf hægt að hringja í 112 og fá aðstoð fagfólks eða komast undir læknishendur á nokkrum mínútum ef óhöpp verða, slys eða sjúkdómar. Þá getur skipt öllu máli að kunna réttu viðbrögðin.

Fimmtudaginn 11. júní kl. 18:00-22:00 er boðið upp á námskeið um skyndihjálp í óbyggðum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á viðbrögð við slysum og sjúkdómum þegar langt er í að aðstoð berist. Farið verður í endurlífgun, ofkælingu, meðferð sára, bruna og beinbrota, bráðasjúkdóma og fleira.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Rauða kross Íslands. Kennari er Hermann Níelsson. Þátttökugjald er 5.900 kr.
Deila