Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanám að hefjast

Fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00 hefst smáskipanám hjá Fræðslumiðstöðinni. Um er að ræða réttindanám sem kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og menn nota til að fá atvinnuskírteini sem miðast við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-22:00 og á laugardögum kl. 9:00-12:00. Kennari er Hjalti Már Hjaltason.

Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið.

Deila