Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sönglögin okkar - vel heppnuð kvöldstund

image
Fyrsta atriðið í þáttaröðinni Tónlist frá ýmsum hliðum var flutt í menningarmiðstöðinni Edinborg í gærkvöldi 13.október.

Þær Guðrún Jónsdóttir söngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari fluttu þá tæplega tveggja tíma dagskrá um sönglagaarfinn okkar, sögðu frá tilurð laganna, höfundunum og hvernig þeir nálguðust sömu ljóðin frá mismunandi hliðum, þannig að útkoman gat orðið létt og dansandi eða angurvær og döpur, allt eftir þeim áhrifum sem höfundurinn vildi ná fram. Flutningur laganna og framkoma listamannanna varð þó öðru fremur til að þess að skapa afslappað og notalegt andrúmsloft sem áheyrendur kunnu vel að meta.
Deila