Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

?Stiklur? 5. Fjölbreyttar aðferðir í fullorðinsfræðslu.

Sigrún JóhannesdóttirFimmtán manna hópur sat í dag á námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um fjölbreyttar aðferðir í fullorðinsfræðslu. Leiðbeinandinn, Sigrúnu Jóhannesdóttir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hélt þá eitt af sínum námskeiðum í fullorðinsfræðslu, sem hún kallar Stiklur. Námskeiðið sat starfsfólk og kennarar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Háskólasetri Vestfjarða, starfsfólk á Vinnumálastofnun auk nokkurra annarra sem koma að kennslu fullorðinna.
Á námskeiðinu voru skoðar ýmsar kennsluaðferðir, sem geta nýst fullorðnum og rætt um mikilvægi þess að aðferðirnar henti þátttakendum í náminu hverju sinni.
Námskeiðið var einn þáttur þess að efla fagmennsku þeirra sem koma að fullorðinsfræðslu á Vestfjörðum og auk auka gæði þjónustunnar.
Á morgun, þriðjudaginn 18, ágúst, verður námskeið í svipuðum dúr, þar sem fjallað verður um kennslu bóklegra greina eftir námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námskeiðið verður kl. 13 - 16 í húsnæði Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og er opið öllum sem áhuga hafa fyrir viðfangsefninu..
Deila