Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stuð í Edinborg

7. apríl 2012
Fjórða dagskráin í röðinni Tónlist frá ýmsum hliðum var haldin á skírdag, 5. apríl s.l. Þá fjallaði Gunnar Lárus Hjálmarsson, dr. Gunni, um sögu dægurlaganna á Íslandi frá upphafi til okkar daga. Rakti hann söguna í máli, myndum og tónum.

Dagskráin var haldin í stóra sal Edinborgarhússins á Ísafirði og var húsfyllir, eða uppundir 100 manns og gestir á öllum aldri.

Að þessu sinni var aðgangur ókeypis þar sem fyrirlestur dr. Gunna var hluti rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og gáfu því allir vinnu sína í anda hátíðarinnar.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar standa fyrir námskeiðsröðinni Tónlist frá ýmsum hliðum. Næsta námskeið verður fimmtudaginn 3. maí n.k., þar sem Ólafur Kristjánsson mun fylgja okkur niður Moldá, frá fjalli til fjöru.

Þar sem þessu verkefni hefur verið vel tekið í vetur, er áformað að halda áfram næsta haust og vera þá með 3 námskeið.

image
Deila