Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Svæðisleiðsögunám

Á nýju ári hefst Svæðisleiðsögunám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Um er að ræða þriggja anna nám sem lýkur vorið 2011 og veitir þátttakendum réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Vestfjörðum.

Miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00 verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námsins. Áhugasamir utan norðanverðra Vestfjarða geta tekið þátt í fundinum með hjálp fjarfundabúnaðar á Hólmavík, Reykhólum og Patreksfirði.
.
Námið er haldið í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands, sem ber faglega ábyrgð á því, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Vaxtarsamning Vestfjarða sem sem styrkir námið.
Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Á fyrstu önn koma þátttakendur saman á tveimur helgarlotum, en á annarri og þriðju önn verða þrjár helgarlotur, en námið fer að öðru leyti fram í dreifnámi. Helgarloturnar eru haldnar á mismunandi stöðum á Vestfjörðum.

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins, hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, eða hafi starfsreynslu sem unnt er að meta. Þátttakendur velja sér tungumál, annað hvort erlent mál eða íslensku, og þurfa að standast munnlegt inntökupróf í því tungumáli (ef það er ekki þeirra móðurmál). Inntökupróf þeirra sem velja sér erlend mál verða haldin í byrjun febrúar.

Verð á námskeiðið eru 50.000 kr. fyrir hverja önn.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og að sjálfsögðu að mæta á kynningarfundinn í janúar.

image
Þátttakendur í Svæðisleiðsögunámi 2003-2004.
Deila