Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tálgað í tré


imageNámskeiðið Tálgað í tré fer fram nú um helgina 27. ? 29. apríl.

Á námskeiðinu lærir fólk ýmislegt um að vinna með tré, svo sem hnífsbrögðin við að tálga tré, um eiginleika ýmissa íslenskra viðartegunda og nýtingarmöguleika þeirra og að búa til skraut og nytjahluti. Þá lærir fólk að umgangast og hirða bitáhöld.


Námskeiðið er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Skógræktar ríkisins og Ísafjarðarbæjar.


Kennari á námskeiðinu er Ólafur Oddson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Það er kennt á vinnustofu Hlífar.


Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf námsskeiðsins þar sem Ólafur var að kenna fólki að fara með bitvopnin.


image

image

Deila