Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þrjátíu rúmlesta skipstjórnarnám og vélgæsla.

Mánudaginn 1. október kl. 20.00 hefst 30 rúmlesta skipstjórnarnám hjá Fræðslumiðstöðinni, Suðurgötu 12. Þetta er síðasta námskeið af þessu tagi. Ný lög taka gildi varðandi þessi réttindi 1. janúar 2008 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (lög nr.30 frá 23. mars 2007). Við gildistöku laganna breytast reglur um skipstjórnarréttindi til lækkunar á réttindunum. Þeir sem öðlast réttindi fyrir gildistöku laganna halda réttindum sínum.

Laugardaginn 29. september kl. 09.00 hefst vélgæslunámskeið með Guðmundi Einarssyni í verkmenntahúsi Menntaskólans á Ísafirði. Námskeiðið er 65 kennslustundir alls og veitir réttindi á 375 kW vélar (500 hö) í allt að 20 rúmlesta bátum. Skráning fer fram í Fræðslumiðstöð Vestfjarða eða hjá Guðmundi í síma 896 3697.


Deila