Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þróunarsetur á Hólmavík

Frá opnun Þróunarseturs á Hólmavík
Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, s.l., var Þróunarsetur á Hólmavík formlega opnað. Þróunarsetrið er til húsa að Höfðagötu 3.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er aðili að setrinu og mun Kristín Sigurrós Einarsdóttur starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar, hafa aðsetur í hinu nýja setri. Auk Fræðslumiðstöðvarinnar verða Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Gagnvegur - útgáfu- og prentþjónusta, Menningarráð Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Strandagaldur og Þjóðfræðistofa í Þróunarsetrinu. Á sama stað verður einnig námsver, þar sem fólk í fjarnámi fær aðstöðu.

Á meðfylgjandi mynd er Helgi Ólafsson formaður fulltrúaráðs Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, að afhenda Ásdísi Leifsdóttur, sveitarstjóra blómvönd frá Fræðslumiðstöðinni í tilefni opnunarinnar.
Deila