Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tónlistin frá ýmsum hliðum

4. maí 2012
image
Fimmta og síðasta kvöldið í Tónlistinni frá ýmsum hliðum var í gær, fimmtudaginn 3. maí.
Þá fjallaði Ólafur Kristjánsson um hljóðfærin og tónverkið Mold.
Ólafur tók fyrir helstu hljóðfæraflokka, mismun á hljóðfærum og hvernig hann væri notaður til að tjá tilfinningar og náttúruna. Í seinni hluta erindisins fylgdi hann okkur niður Moldá í tónum og myndum og skýrði hvaða hljóðfæri voru notuð á hverjum stað.

Verkefnið Tónlist frá ýmsum hliðum er í samstarfi Fræðslumiðstöðvarinnar og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar. Því er ætlað að auðga skilning fólks á tónlist og hinum ýmsu tónlistarstefnum.

Í fyrri erindum voru tekin fyrir íslensku sönglögin, óperur, harmonikan og dægurtónlist.

Erindin hafa öll verið vel sótt og vakið mikla ánægju. Þess vegna hefur verið ákveðið að halda verkefninu áfram og vera með 3 erindi næsta haust.
Deila