Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tónlistin frá ýmsum hliðum - Sönglögin okkar

imageimageimageFyrsta kvöldið í námskeiðaröðinni Tónlistin frá ýmsum hliðum verður fimmtudaginn 13. október nk. Þá munu þær Guðrún Jónsdóttir söngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari fjalla um íslenska sönglagið. Námskeiðið verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og stendur kl. 20 - 22. Það er öllum opið og ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram. Til þess að við vitum eitthvað um fjöldann væri þó gott að fólk skráði sig hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða hér á netinu.

Námskeiðaröðin Tónlistin frá ýmsum hliðum er ekki aðeins hugsuð til að fólk fái notið þess að hlusta á tónlist, heldur til þess að fólk fræðist um ýmsar hliðar tónlistarinnar í afslöppuðu umhverfi við kaffi og kertaljós. Á námskeiðunum verður m.a. fjallað um tengsl mismunandi tónlistar og uppruna, hvernig tónlist er samin, kynning á hljóðfærum, sögu þeirra, þróun o.fl. Kannski fæst líka svar við því hver sé munurinn á tónlist og hávaða.

Þær Guðrún Jónsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir munu hefja þessa námskeiðaröð þann 13. október nk. Næstu námskeið í þessari röð verða síðan:

10.11.2011 Júlíus Karl Einarsson, óperur.
2.2.2012 Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, heimur harmónikkunnar.
1.3.2012 Halldór Smárason, tónlistarstefnur ? hver er munurinn?
5.4.2012 Gunnar Lárus Hjálmarsson, Stuð, stuð, stuð, saga íslenska rokksins og poppsins 1950 ? 2010.
3.5.2012 Ólafur Kristjánsson, Moldá eftir tékkan Bed?ich Smetana.

Fullt verð fyrir kvöldið er kr. 2500 á þátttakanda, en kr. 1500 fyrir námsmenn og ellilífeyrisþega.
Deila