Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útimatjurtir - námskeið frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Laugardaginn 18. apríl kl. 10:00-16:00 stendur Landbúnaðarháskóli Íslands í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Ísafjarðardeild og Græna geirann fyrir námskeiðinu Útimatjurtir - grunnnámskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun matjurta í eigin garði.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig standa skuli að undirbúningi á matjurtaræktun utanhúss. Farið verður yfir mikilvægi þess að jarðvegur sem valinn er til ræktunar sé nægilega góður og eins hvernig megi bæta þann jarðveg sem hefur verið notaður árum saman. Komið verður inn á staðsetningu matjurtagarðsins á lóðum með tilliti til sólar og skjóls. Farið verður yfir hvers konar umhirðu sé almennt þörf til að ná sem bestri uppskeru. Helstu tegundir til ræktunar verða kynntar og verklegar æfingar við stungu og sáningu þeirra (kartöflur, rófur, gulrætur, rauðrófur, radísur, rabarbari). Hvernig standa skuli að uppskerunni og hvernig best er að geyma matjurtirnar fram að notkun.

Möguleikar á lífrænni ræktun skoðaðir og hvernig hægt er að nota afskurði úr ræktuninni í safnhaugagerð. Hluti námskeiðsins er verkleg sýnikennsla.

Kennari er Gunnþór K. Guðfinnsson umhverfisstjóri Ölfusi og stundarkennari við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.

Verð er 11.000 kr og er kaffi, hádegissnarl og gögn innifalin.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á netfangið {encode="endurmenntun@lbhi.is" title="endurmenntun@lbhi.is"} eða í síma 433-5000.

Deila