Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrifað úr Landnemaskólanum á Flateyri

Laugardaginn 28. apríl s.l. var útskrifað úr Landnemaskólanum á Flateyri en námið hófst í febrúar. Landnemaskólinn er 120 kennslustunda námskeið sem ætlað er fólki með annað móðurmál en íslensku. Þar er kennd íslenska, samfélagsfræði, sjálfstyrking og tölvufærni.

Námið var sett upp fyrir atvinnulausa og voru nemendur í upphafi 15 talsins en þeim fækkaði á tímabilinu þar sem sumir fengu vinnu.

Kennarar á þessu námskeiði voru þær Heiðrún Tryggvadóttir og Dagný Arnalds. Undir lok námskeiðsins fóru nemendurnir í ferð að Vöðlum í Önundarfirði þar sem þeir skoðuðu róbótafjós og þáðu veitingar af húsráðendum undir harmónikkuleik húsbóndans. Prestsetrið að Holti var einnig heimsótt, kirkjan skoðuð, hlustað á fróðleik um staðinn og snædd fiskisúpa sem sóknarpresturinn útbjó. Einn liður í námskeiðinu var einnig heimsókn í Grunnskólann á Flateyri þar sem þátttakendurnir kenndu börnunum pólska barnaleiki.
image
Frá ferð í Holt í Önundarfirði.

image
Í kirkjunni í Holti í Önundarfirði.

image
Útskriftarhópurinn
Deila