Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Úttekt á kennsluefni

Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Fjölís
Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Fjölís

Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Fjölís, hagsmunafélags höfundarréttarsamtaka var hjá Fræðslumiðstöðinni á mánudag til miðvikudags í þessari viku.

Helga Sigrún var að fara yfir notkun á kennsluefni hjá Fræðslumiðstöðinni með kennurum og öðru starfsfólki.

Kvasir samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva er með samning við Fjölís um notkun á efni til kennslu, en sá samningur er orðinn gamall og aðstæður breyttar síðan hann var gerður. Meðal annars hefur aðilum að Kvasi fjölgað.

Til að fá sem gleggsta mynd af notkuninni bauðst Fræðslumiðstöð Vestfjarða til að fara í þessa úttekt með Fjölís. Brugðist kennarar og starfsfólk vel við þeirri ósk þannig að vinnan gekk fljótt og snurðulaust fyrir sig.

Niðurstöður þessarar vinnu verða svo lagðar til grundvallar nýs samnings á milli fræðslu- og símenntunarmiðstöðvanna og Fjölíss.

Deila