Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vel heppnaður kynningarfundur

Raunfærnimatið - Bættu um betur fer vel af stað hér fyrir vestan. Á kynningarfundinn 12. febrúar mættu 18 manns, 16 karlar og 2 konur.

Edda Jóhannesdóttir verkefnastjóri frá IÐUNNI ? fræðslusetri kynnti verkefnið og skipulögð voru svokölluð skimunarviðtöl, sem er fyrsti þáttur þessa ferlis. Föstudaginn 13. febrúar og laugardaginn 14. febrúar tóku þau Edda og Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi viðtöl við flesta þeirra sem á kynningarfundinum voru auk nokkurra annarra sem bættust í hópinn. Alls voru tekin slík skimunarviðtöl við 19 manns, sem skiptast á 10 iðngreinar. Þar af eru 8 greinar sem falla undir IÐUNA og 2 sem falla undir Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Vonast er til að sem flestir þátttakenda gangist undir mat á raunfærni í sínum iðngreinum og ljúki iðnnámi í framhaldi af því.

Í framkvæmdaáætlun sem sett hefur verið upp fyrir verkið er gert ráð fyrir að mati í öllum iðngreinum verði lokið fyrir næsta sumar. Því ættu þátttakendur að getað hafið nám næsta haust til að ljúka þeim áföngum sem þeir eiga eftir.
Deila