Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vélgæsla - Strandir og Dalir

Dagana 15.-23. júní verður boðið upp á námskeið í vélgæslu og fer kennsla fram í samkomuhúsinu í Króksfjarðarnesi. Námskeiðið er samvinnuverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar og Guðmundar Einarssonar sem í mörg ár hefur kennt vélgæslu víða um land. Þátttakendur þurfa að vera að minnsta kosti 7 til þess að af námskeiðinu verði.

Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)). Að loknu 7 eininga viðbótarnámi sem skilgreint er í námskrá öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)).

Námskeiðið er 85 kennslustundir og kostar 85.000 kr. Væntanlegum þátttakendum er bent á að flest stéttarfélög og starfsgreinasambönd veita styrki til greiðslu námskeiðsgjalda og er fólk hvatt til að kynna sér rétt sinn í því efni.

Skráning fer fram í Fræðslumiðstöð Vestfjarða eða hjá Guðmundi í síma 896 3697.
Athugið að námskeiðið gefur ekki námseiningar í framhaldskóla.
Frá námskeiði í vélgæslu á Ísafirði vorið 2012
Guðmundur Einarsson leiðir áhugsama nemendur í allan sannleikann það sem helst þarf að kunna í vélgæslu.
Deila