Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viðhald og endurbætur eldri húsa

Húsafriðunarnefnd ríkisins og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir námskeiði um viðhald og endurbætur á eldri timbur- og steinhúsum á Patreksfirði dagana 16. og 17. apríl nk. ef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöður og burðarvirki eldri timburhúsa. Farið er yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul hús sem hefur verið gert við og hús sem þarfnast viðgerða. Einnig er farið yfir undirbúning viðgerða, sögu og þróun húsbygginga á Íslandi.

leiðbeinendur á námskeiðinu verða þeir Magnús Skúlason arkitekt, Jón Norsteien arkitekt og Einar Skúli Hjartarson húsasmíðameistari.

Námskeiðið er ætlað húsasmiðum, en þó öllum opið.
Þáttökugjald er kr. 40.000,- á mann.

Skráning á námskeiðið er hér fyrir neðan.
Gert við hús Galdrasafnsins á Patreksfirði. Myndin fengnin á Google
Deila