Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viltu sigla en vantar próf?

Þeir sem vilja sigla skemmtibát lengri en 6 m þurfa að ljúka skemmtibátaprófi. Fræðslumiðstöðin býður upp á undirbúningsnámskeið og próf að því loknu sem veitir siglingaréttindi á skemmtibáta allt að 24 m á lengd. Kennd verða bókleg atriði sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi til að fá útgefið skemmtibátaskírteini.

Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 5. júní kl. 18:00. Kennt verður þá viku seinni part dags og fram á kvöld. Bóklegt og verklegt próf verður haldið helgina 9.-10. júní.

Kennari á námskeiðinu er Theódór Theódórsson en prófdómari er Guðbjörn Páll Sölvason.

Verð fyrir námskeiðið er 51.000 kr. (26 kennslustundir auk 4 tíma prófs). Þátttakendur þurfa að útvega sér samsíðung, hringfara (sirkill) og reglustiku, almenn ritföng og glósubók. Önnur námsgögn eru innifalin í verðinu sem og próftökugjald.

Rétt er að vekja athygli á því að flest stéttafélög og starfsgreinasambönd veita styrki til greiðslu námskeiðsgjalda. Væntanlegir þátttakendur eru hvattir til að kynna sér rétt sinn í því efni.
image
Deila