Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið í boða stéttarfélaga

Í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða stéttarfélögin Sameyki, Kjölur, Verkalýðsfélag Vestfjarða og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur sínu félagsfólki að sækja valin námskeið hjá miðstöðinni sér að kostnaðarlausu.

Í boði eru fjölbreytt námskeið sem nýtast bæði í starfi og daglegu lífi. Má þar til dæmis nefna námskeið um fjármál, hagsýni í heimilshaldi, gervigreind, uppeldi og skyndihjálp. Námskeiðin eru ýmist fjarkennd eða staðkennd.

Nánari upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru má finna undir flipanum Nám – Stéttarfélög. Skráning fer fram hér á síðunni, en einnig er hægt að hafa samband við Fræðslumiðstöðina í síma 456 5025 eða með tölvupósti frmst@frmst.is. Við skráningu er mikilvægt að taka fram hvaða stéttarfélagi fólk tilheyrir.

Fræðslumiðstöðin hvetur félagsfólk eindregið til að nýta sér þetta góða boð stéttarfélaganna – frábært tækifæri til að efla færni, auka sjálfstraust og styrkja sig í starfi.

Að sjálfsögðu eru öll námskeiðin opin öðrum. Fræðslumiðstöðin hvetur því alla til að kynna sér möguleika á endurgreiðslu þátttökugjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fær Erasmus+ aðild og styrk til ferða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur hlotið aðild að Erasmus+ og fengið styrk sem gerir nemendum, kennurum og starfsfólki kleift að sækja náms- og starfsferðir erlendis. Með þátttökunni skapast dýrmæt tækifæri til að tengjast öðrum skólum í fullorðinsfræðslu, læra af reynslu annarra og miðla eigin þekkingu.

Í tengslum við verkefnið fékk miðstöðin nýlega heimsókn frá samstarfsskóla í Plasencia á Spáni. Þar var rætt um mikilvægi inngildingar og fjölbreytileika í skólastarfi og skipst á hugmyndum og reynslu.

Við hlökkum til framhaldsins – til nýrra ævintýra, vináttu og tækifæra til að læra saman.

Eldri færslur