Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Jakob Valgeir ehf standa fyrir námskeiði í íslensku fyrir útlendinga í Bolungarvík. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. september.Kennt verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-20. Kennt verður í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík. Kennari á námskeiðinu er Zofia Marciniak.
Laugardaginn 20. september hefst svo íslenskunámskeið fyrir Taílendinga sem einnig er haldið í Bolungarvík. Kennari á því námskeiði er Laddawan Dagbjartsson. Kennt verður á laugardögum kl. 16-18 og fer kennslan fram í húsnæði Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur að Hafnarstræti 37.
Meira
- þriðjudagurinn 16. september 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Kennsla í Landnemaskóla 1 er að hefjast á Patreksfirði. Landnemaskólinn er 120 kennslustunda nám ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem ekki á íslensku að móðurmáli. Auk þess að styrkja íslenskukunnáttu á skólinn að auðvelda fólki lífið í íslensku samfélagi. Kennt verður í Selinu að Sigtúni 21 á Patreksfirði, síðdegis á mánudögum til fimmtudaga. Landnemaskólinn er ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Heimilt er að meta skólann til 10 eininga í framhaldsskólum.
Kennari verður Anna Benkovic framhaldsskólakennari.
Sjá ummæli námsmanna um Landnemaskólann.
Sjá kynningu á Youtube.
For information in English.
Więcej informacji na temat polskich.
Nánari lýsing og skráning er hér.
- mánudagurinn 15. september 2014
-