Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskóli – tækifæri til að byrja í námi

Fræðslumiðstöðin stefnir á að byrja með Grunnmenntaskóla í lok janúar. Grunnmenntaskólinn er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem hefur ekki lokið framhaldskóla og er eldra en 20 ára. Námið hentar líka þeim sem hafa ekki verið í námi lengi en langar að komast af stað aftur.

Námið skiptist á tvær annir. Á vorönn 2021 verður kennd íslenska, tölvu- og upplýsingatækni og námstækni. Á haustönn 2021 eru stærðfræði og enska á dagskránni.

Fræðslumiðstöðin er í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði sem metur námið til eininga á móti undirbúningsáföngum í bóknámi eða sem val. Eins getur námið verið hluti af þeim almennu bóklegu greinum sem krafist er í tækninámi og Fisktækniskóla Íslands.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-20, auk tveggja laugardaga í mánuði (tímasetning á laugardögum verður ákveðin í samráði við nemendur). Ef aðstæður í samfélaginu gera staðkennslu mögulega verður kennt í stofu en fjarkennsla stendur jafnframt til boða.

Umsjón með náminu hefur Helga Konráðsdóttir náms- og starfsráðgjafi (helga@frmst.is, s. 456 5025 / 571 5056) sem gefur allar nánari upplýsingar. Skráning hér hér.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum gera með sér samstarfssamning

Samningurinn hefur það markmið að veita aðilum Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum greiðari aðgang að námskeiðum Fræðslumiðstöðvar. Þannig mun starfsmenntasjóður FOS-Vest greiða fyrir þátttöku félagsmanna á námskeiðum miðstöðvarinnar enda sé styrkréttur félagsmanns staðfestur. Hámarksstyrkur hvers félagsmanns á hverju tólf mánaða tímabili er samkvæmt reglum sjóðsins hverju sinni. Samningurinn er tilraunaverkefni til loka ársins 2020.

Hagsmunir aðila FOS-Vest og Fræðslumiðstöðvar fara saman með gerð samningsins en það er að efla sí- og endurmenntun í heimabyggð. Með aukinni þátttöku í sí- og endurmenntun má búast við að hæfni og þekking á vinnumarkaði aukist sem og velferð. Þetta er hagsmunamál enda er það eitt af markmiðum sóknaráætlunar fyrir Vestfirði að tryggja aðgengi að menntun og með því stuðla að hækkuðu menntunarstigi í fjórðungnum. Spennandi er að sjá hvort verkefnið verður til þess að auka þátttöku félagsmanna FOS-Vest í sí- og endurmenntun.

Eldri færslur