Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Átt þú kost á að sækja námskeið frítt?

Fræðslumiðstöð Vestfjarða vekur athygli á því að með samstarfi við tiltekin stéttarfélög og starfsmenntasjóði getur fólk sótt ákveðin námskeið sér að kostnaðarlausu.

Félagsfólk Kjalar stéttarfélags (FosVest) getur sótt eftirfarandi námskeið sér að kostnaðarlausu:

Stjörnuhiminninn yfir Íslandi

Microsoft Teams og OneDrive - grunnur

Betri tímastjórnun

Íslenska f. byrjendur - fjarkennt

Með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja starfstengd námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Mörg námskeið geta fallið í þennan flokk. Vinnustaðir og starfsfólk í þessum félögum er hvatt til að kynni sér málið sjái það námskeið sem það hefur áhuga á.

Öðrum vinnustöðum og fólki í öðrum stéttarfélögum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu námskeiðsgjalda. Endurgreiðslan getur verið allt að 90%

Útskrift úr Landnemanum

Hluti nemendahópsins ásamt kennurum
Hluti nemendahópsins ásamt kennurum
1 af 2

Í sumar hefur hópur fólks frá Úkraínu sótt nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem kallast Landneminn. Um er að ræða 40 klukkustunda námskeið í samfélagsfræðum sem ætlað er fullorðnum innflytjendum og flóttafólki á Íslandi. Á námskeiðinu kynntust þátttakendur sögulegum, félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum, lagalegum og pólitískum aðstæðum á Íslandi ásamt því að fræðast um eigin réttindi, tækifæri og skyldur í íslensku samfélagi.

Námskeiðið var haldið í samvinnu við Vinnumálastofnun. Kennari var Nina Ivanova og henni til aðstoðar var Barbara Maria Gunnlaugsson verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöðinni. Einnig komu gestafyrirlesarar frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum til að kynna starfsemi sína.

Námskeiðinu lauk 4. ágúst. Í tilefni þess gerðu nemendur og kennarar sér dagamun og gæddu sér á bakkelsi að íslenskum og úkraínskum sið.

Fræðslumiðstöðin þakkar þessu góða fólki fyrir samveruna í sumar og óskar því velfarnaðar í framtíðinni.

Eldri færslur