Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Óskum eftir fólki sem vill starfa í notendaráði fatlaðs fólks á Vestfjörðum

Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Byggðarsamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði.  

Starf notendaráðs er að taka þátt í stefnumótun í málaflokknum og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks í sveitafélögum á Vestfjörðum.

Notendaráð er eingöngu skipað fötluðu fólki.


Þeim sem vilja taka þátt verður boðið upp á námskeið þar sem þátttakendur eru undirbúnir fyrir setu í notendaráði.

Á námskeiðinu verður farið yfir þætti er varða lög og reglur, mannréttindi, margbreytileika og þjónustu við fatlað fólk.

Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019. Frekari upplýsingar og skráning:

Sólveig Bessa Magnúsdóttir verkefnastjóri námskeiðsins bessa@frmst.is sími /4565025/8498691

Sif Huld Albertsdóttir hjá Byggðarsamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks bsvest@bsvest.is  4503007/8401637

Námskeiðið Matarkistan

Í haust mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða fara af stað með opna smiðju sem kallast „Matarkistan Vestfirðir”. Hún mun vera í formi námskeiða sem miða að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina. Markmið smiðjunnar er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt vöruframleiðslu. 

Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Vestfjarða. Megintilgangur með námi í smiðju er að þátttakendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform. Námið byggir á námskránni Opin smiðja sem var þróunarverkefni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2010. Námið er 160 klukkustunda langt, þar af eru 80 klukkustundir verkefnavinna án leiðbeinanda. Mögulegt er að meta námið til 8 eininga á framhaldsskólastigi. Stefnt er að því að námið hefjist í október 2019. Fræðslumiðstöð kannar því nú áhuga fólks á smiðjunni og hvetur sem flesta til þess að hafa samband á netfangið frmst@frmst.is

Eldri færslur